Forvarnarvika 1.-5. nóvember

Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson

Forvarnarvikan hófst í gær mánudaginn 1. nóvember. Það verða alls konar skemmtilegar uppákomur í FMOS í tilefni af vikunni. Sem dæmi má nefna keppni um heilsusamlegustu myndina sem fór af stað á Instagram undir #FMOS2021 í gær. Borðtennismót verður á þriðjudag 2. nóv., á miðvikudaginn verður bekkpressumót og á föstudaginn pílukast, ásamt verðlaunaafhendingu fyrir heilsusamlegustu Instagram-myndina.

Fimmtudaginn 4. nóvember er forvarnardagurinn en þá brjótum við upp stundatöfluna frá kl. 10:30.

Dagskrá forvarnardagsins: 

  • Kennt skv. stundaskrá kl. 8:30-10:30
  • Live tónlist og léttar veitingar kl. 10:30-11:00
  • Nemendur velja sér eina stofu kl. 11:15-12:00:
    • Lesblinda með Sylvíu Melsted
    • Sjálfstraust og samanburður með Lilju
    • Sjálfsvörn með Jóni Viðari og Immu
    • Kvíði með Margréti Láru Viðarsdóttur
    • Rafíþróttir með Lexa
  • Hádegismatur kl. 12:00-12:30
  • "Betri ég" með Björgvini Páli á sal kl. 12:30-13:30