Fréttir

Góðgerðar-vöfflukaffi í FMOS í tilefni af bæjarhátíðinni!

30.8.2019 Fréttir

Nemendafélag FMOS ætlar að vera með vöfflukaffi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á morgun, laugardaginn 31. ágúst kl 13:00 - 15:00. Allur ágóði rennur til Reykjadals.

Reykjadalur eru sumarbúðir á vegum Styrktarfélags lamaðara og fatlaðra. Þar gefst börnum og ungmennum, sem ekki hafa kost á að fara í aðrar sumarbúðir, tækifæri á að koma í sumardvöl. Einnig er boðið upp á helgadvöl á veturna. Í Reykjadal er börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar gefið tækifæri til að skapa ógleymanlegar minningar. Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs.

Við vonumst til að sem flestir bæjarbúar og gestir þeirra komi og styrki gott málefni sem tengist Mosfellsbæ.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica