Fréttir

Vettvangsferð kynjafræðinemenda í FMOS

9.10.2018 Fréttir

Nemendur í kynjafræði í FMOS fóru á málþing í Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. október sl.

Málþingið var skipulagt af námsbraut í kynjafræði og kynjafræðikennurum í framhaldsskólum í tengslum við Jafnréttisdaga HÍ. Nemendur okkar ásamt nemendum úr öðrum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hlýddu á fjögur erindi varðandi kynjajafnrétti:

  • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir fjallaði um kynferðisofbeldi meðal framhaldsskólanema og átakið #sjúkást
  • Karen Dögg BryndísarogKarlsdóttir fjallaði um druslustimplun
  • Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallaði um hinsegin málefni
  • Dr. Eyja Margrét Brynjarsdóttir fjallaði um bakslagið við #meetoo hreyfingunni.

 

Það var góð mæting á málþingið og nemendur almennt ánægðir með vettvangsferðina. 

Jafnrettisdagar2018

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica