Fréttir

Vegna samkomubanns

13.3.2020 Fréttir

Eins og fram kom í fréttum í dag hefur heilbrigðisráðherra sett á samkomubann frá og með miðnætti á sunnudaginn og það þýðir að nemendur FMOS mega ekki mæta í skólann frá 16. mars til 15. apríl, nema við fáum tilmæli um annað.

Nemendur eiga samt að halda áfram að stunda námið, vinna verkefni, hlýða fyrirmælum kennara og taka þátt í rafrænum samskiptum nemenda og kennara.

Kennarar verða áfram við störf þó að nemendur mæti ekki í skólann. Nemendur þurfa að fylgjast mjög vel með Innu því öll verkefni, fyrirmæli og tölvupóstur frá kennurum birtist þar.

Við hvetjum alla nemendur til að halda áfram að stunda námið vel svo að við getum í sameiningu tryggt að námið truflist sem minnst á þessum fjórum vikum.

Stjórnendur og náms- og starfsráðgjafi verða að störfum og hægt er ná sambandi við þá á dagvinnutíma.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica