Vegna COVID-19 veirunnar
Vegna COVID-19 veirunnar hefur Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lýst yfir hættustigi almannavarna.
Nú þurfum við öll að leggja okkar að mörkum og fara eftir leiðbeiningum yfirvalda. Þar er fyrst og fremst lögð áhersla á hreinlæti og að þvo hendur reglulega með vatni og sápu, sérstaklega fyrir máltíðir. Einnig er minnt á að hafa handabönd og faðmlög í lágmarki.
Það er eitt sem við hér í FMOS þurfum að hugsa um að notaðar tóbakstuggur og tyggjó þurfa nauðsynlega að fara í ruslið til þess að forðast smit.
Við höfum sett uppfærða viðbragðsáætlun FMOS á vefinn og hvetjum ykkur til að kynna ykkur hana. Upplýsingar verða uppfærðar jafnóðum og þær berast á vef skólans og Facebook síðu. Vinsamlega fylgist með.