Fréttir

Upphaf vorannar 2021

4.1.2021 Fréttir

Skrifstofan skólans er opin og við komin á fullt að skipuleggja skólastarf næstu vikna út frá gildandi sóttvarnarreglum, sem tóku gildi 1. janúar sl. 

Ákveðið hefur verið að skipta önninni upp í tvær styttri annir (spannir) og sjáum við þannig fram á að geta boðið upp á meira staðnám en var á síðustu önn þótt alltaf verði einhver blanda af stað- og fjarnámi. Þeir áfangar sem nemendur völdu fyrir vorönnina verður skipt upp á þessar tvær spannir. Dæmi um nýtt skipulag á stundatöflu má sjá hér ásamt lista af á hvorrispönn áfangar verða kenndir .

Kynningarfundur verður haldinn á Teams fimmtudaginn 7. janúar kl. 14 og mikilvægt er að allir nemendur mæti á hann. 

Stundatöflur verða opnaðar þriðjudaginn 5. janúar. Kennsla hefst skv. stundatöflu föstudaginn 8. janúar. 

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica