Fréttir

Upphaf haustannar 2020

17.8.2020 Fréttir

Vegna strangari reglna vegna COVID-19 eru breytingar á dagskrá fyrstu dagana í FMOS á haustönninni.

Nýnemar, fæddir 2004, mæta í skólann dagana 18.-21. ágúst skv. tölvupósti sem skólameistari sendi þeim fyrir helgi. 

Eldri nemar byrja haustönnina í fjarnámi mánudaginn 24. ágúst og kennararnir verða í sambandi við þá. Skólinn er ekki lokaður og við viljum nýta okkur það með því að bjóða nemendum að koma eitt og eitt í einu og hitta kennara öðru hvoru, um það bil einu sinni í viku. Þið pantið tíma í þetta annað hvort hjá kennaranum eða á skrifstofunnni. Við látum ykkur vita um leið ef eitthvað breytist og við vonum að það gerist sem fyrst! 

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica