Fréttir

Þróunardagur og úrvinnsludagur

4.3.2020 Fréttir

Þróunardagur framhaldsskólanna verður föstudaginn 6. mars og úrvinnsludagur vegna miðannarmats mánudaginn 9. mars. Kennsla fellur niður báða dagana.

Þróunardagur framhaldsskólanna verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 6. mars nk. en þá mun starfsfólk framhaldsskólanna hittast til skrafs og ráðagerða í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Úrvinnsludagur vegna miðannarmats verður mánudaginn 9. mars nk. Þá taka kennarar saman árangur af vinnu nemenda það sem af er vorannar. 

Öll kennsla fellur því niður í skólanum á föstudag og mánudag.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica