Fréttir

Þemadagur

18.2.2019 Fréttir

Fimmtudaginn 14. febrúar var haldinn þemadagur í FMOS. Þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur tóku þátt í alls konar smiðjum. Sem dæmi má nefna skák, félagsvist, kvikmyndahorn borðspil, andlitsmálun, salsadans, andlitsmálun, dans gegn kynbundnu ofbeldi, tölvuleikir, spurningakeppni o.fl. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var mikil stemning í húsinu. Um kvöldið var svo haldin árshátíð nemenda í Hlégarði sem var vel við hæfi á Valentínusardaginn. Árshátíðin var einstaklega glæsileg og skemmtu gestir sér konunglega. Myndir af viðburðinum má sjá facebooksíðu skólans..

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica