Fréttir

Stöðupróf í spænsku og ensku

23.8.2019 Fréttir

Nemendur sem hafa búið erlendis eða hafa af einhverjum öðrum ástæðum mjög góða færni í viðkomandi tungumálum er boðið upp á þann möguleika að taka stöðupróf í annað hvort spænsku eða ensku. Fyrir nánari upplýsingar: smelltu á "lesa meira".

Hlutverk stöðuprófa er að meta þekkingu, hæfni og leikni próftaka í tungumálinu með það fyrir augum að fá áfanga metinn inn á námsferil.

Ef þið hafið áhuga á því að þreyta stöðupróf þurfið þið að láta vita á skrifstofu skólans í síðasta lagi mánudaginn 26. ágúst. Væntanlegur próftími verður auglýstur daginn eftir.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica