Fréttir

Stöðupróf í ensku og spænsku

19.10.2018 Fréttir

Stöðupróf í ensku og spænsku verða haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ föstudaginn 16. nóvember 2018 klukkan 13:45.

Fjöldi eininga sem prófin spanna eru:

  • Enska 20 ein. (fein): 10 ein. á 2. þrepi og 10 ein. á 3. þrepi.
  • Spænska 15 ein. (fein): allar á 1. þrepi.

Skráning í stöðuprófið fer fram með því að senda póst á gudrun@fmos.is í síðasta lagi 3 dögum fyrir próftöku, þ.e. þriðjudaginn 13. nóvember. Prófgjald er kr. 20.000 sem greiðist með því að leggja það inn á reikning: 0549-26-1430, kt. 480109-0310. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram.Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á hallavh@fmos.is. Einnig er hægt að greiða próftökugjaldið í Upplýsingamiðstöð skólans. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt og auk þess verða próftakar að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica