Fréttir

Starfsfólk FMOS kíkti í skólaheimsókn til Hollands í haustfríinu

30.10.2018 Fréttir

Starfsfólk FMOS hefur á undanförnum árum farið í skólaheimsóknir erlendis en það er, að okkar mati, mikilvægur hluti af þróun skólastarfsins að kynna okkur skóla sem hafa skapað sér sérstöðu vegna hugmyndafræði sinnar eða aðferða. 

Í ár var farið til Nijmegen í Hollandi og þrír skólar heimsóttir þ.e. Montessori College, Karel de Grote College og SSGN. Allir skólarnir eru ríkisskólar með fjölbreyttan hóp nemenda sem eru á aldrinum 13-18 ára. Starfsfólk FMOS fékk góða kynningu á hverjum skóla fyrir sig, fylgdist með kennslu og fékk þannig góða innsýn í skólastarfið og tengsl við nemendur. Mikil ánægja var með ferðina meðal starfsfólks!

Hér meðfylgjandi eru tenglar á skólana ef einhver vill kynna sér þá nánar.

Montessori College: https://montessoricollege.nl/

Karel de Grote College: https://www.kgcnijmegen.nl/

SSGN: https://www.ssgn.nl/

Hopmynd-Montessori-CollegeMontessori2Waldorf-Holland

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica