Fréttir

Sálfræðiþjónusta í FMOS

17.9.2018 Fréttir

Júlíana Garðarsdóttir, sálfræðingur, hefur verið ráðin til starfa í FMOS.
Júlíana hóf störf í dag, mánudaginn 17. september, og verður í 50% starfshlutfalli. Sálfræðiþjónusta er nýlunda við skólann og Júlíönu býður það spennandi verkefni að byggja upp þjónustuna. Auk þess að vera til viðtals fyrir nemendur mun hún koma að ýmsum verkefnum er snúa að velferð og vellíðan þeirra í skólanum. Viðtalstímar verða auglýstir síðar. Salfraedingur
Við bjóðum Júlíönu hjartanlega velkomna til starfa!
Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica