Fréttir

Rafíþróttir, nemendur í heimsókn í Gzero Gaming

9.12.2019 Fréttir

Nemendur og kennarar í áfanganum ATDL2SÉ02 fóru á afar áhugaverðan fyrirlestur nú á verkefnadögunum.

Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns, var með almenna rafíþróttafræðslu fyrir þau í húsnæði GZ Gaming. Hann fór yfir það hvernig það er að æfa rafíþróttir og svo fengu nemendur kynningu á GZ Gaming, sem er lansetur á Grensásvegi 16. Að lokum fengu nemendur svo að spila tölvuleiki að eigin vali. 

Þetta var afar áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur og spennandi að sjá hvort þetta hafi kveikt áhuga hjá nemendum um að byrja að æfa rafíþróttir.

Rafithrottir

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica