Fréttir

Ræðukeppni ESU

25.2.2020 Fréttir

Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir, nemandi í FMOS, fór með sigur úr býtum í ræðukeppni á vegum ESU (English Speaking Union) sem var haldin laugardaginn 22. febrúar sl. í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin, sem styrkt er af kanadíska sendiráðinu á Íslandi og Elizu Reid forsetafrú, er haldin árlega og hefur FMOS tekið þátt fjögur ár í röð. Síðustu þrjú árin hefur skólinn átt nemendur í úrslitum.

Þema keppninnar í ár var “Not everything that is faced can be changed, but nothing can be changed until it is faced”. Alex stóð sig með mikilli prýði og bar ræðan hennar yfirskriftina “Aiming for the future”. Í framhaldinu mun hún halda til London í maí og taka þar þátt á fimm daga námskeiði í ræðumennsku sem lýkur með keppni. Keppendur eru héðan og þaðan úr heiminum og þetta er mikið tækifæri fyrir þann sem keppir fyrir Íslands hönd.

Alex talar mjög fallega ensku og mun verða FMOS og Íslandi til sóma í London í maí. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

English-Speaking-Union-2020-2

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica