Fréttir

Nýnemar haustið 2020

28.4.2020 Fréttir

Þar sem ekki var hægt að hafa OPIÐ HÚS í mars sl. hvetjum við væntanlega nýnema og foreldra/forráðamenn þeirra til að kynna sér námsframboð skólans með því að skoða vefsíðuna okkar og/eða að bóka heimsókn, ræða við náms- og starfsráðgjafa og skoða skólann.

19_A123318

Í FMOS er hægt að velja um þrjár brautir til stúdentsprófs: Félags- og hugvísindabraut, opna stúdentsbraut (með almennu kjörsviði, hestakjörsviði og íþrótta- og lýðheilsukjörsviði) og náttúruvísindabraut; tvær styttri námsbrautir: Framhaldsskólabraut I og framhaldsskólabrú; og sérnámsbraut.

Í FMOS er boðið upp á fjölbreytt, verkefnamiðað nám þar sem áhersla er lögð á góðan vinnuanda, framúrskarandi aðstöðu og sveigjanlegan námshraða.


Hér getur þú fundið upplýsingar um:

Lokainnritun nýnema (fæddir 2004 eða síðar) sem eru að útskrifast úr 10. bekk grunnskóla verður 6. maí – 10. júní nk. Innritunin fer fram í gegnum vef Menntamálastofnunar

Ef þú vilt spyrja okkur að einhverju eða bóka tíma til að koma í heimsókn þá hikaðu ekki við að senda tölvupóst:

  • Náms- og starfsráðgjafi – svanhildur@fmos.is
  • Skólameistari – gudbjorg@fmos.is
  • Aðstoðarskólameistari – valgard@fmos.is
  • Áfangastjóri – ingathora@fmos.is

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica