Fréttir

Þemadagur 

28.2.2018 Fréttir

 

Á morgun, fimmtudaginn 1. mars 2018, er þemadagur FMOS og föstudaginn 2. mars fellur kennsla niður. 

Dagskrá:


8.30-8.55: Starfsfólk býður ykkur í morgunkaffi


9-10.50: Farið í fyrri smiðjur þið hafið valið ykkur (p.s. ef þið hafið ekki valið smiðju þá gerið þið það þegar þið komið í fyrramálið).


10.50-11: Frímínútur og smá uppákoma í matsal.11-13.30: Farið í seinni smiðjur (frá 12-12.30 verður hádegishlé).


Við minnum þá sem eru í hjólaskautadiskóinu að koma með eigin hjálma.


Við minnum líka þá sem eru í förðunarsmiðjunni að koma með eigin förðunarvörur og spegil.Eins og þið vitið er Grease þema og væri gaman ef þeir sem vilja myndu klæða sig upp í anda þemans.Svo verður árshátíðin um kvöldið og allir fara að skemmta sér saman:) Hægt verður að kaupa miða á árshátíðina á þemadeginum.
Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica