Fréttir

Hrafndís Katla og María Lilja í úrslitum ræðukeppni

20.2.2018 Fréttir

Hrafndís Katla Elíasdóttir og María Lilja Tryggvadóttir nemen

dur í FMOS tóku á dögunum þátt í ræðukeppninni English Speaking Union Public Speaking Competition. Báðar komust þær í úrslit í keppninni og Hrafndís Katla varð í 3. sæti þegar upp var staðið. English Speaking Union eru alþjóðleg samtök en Eliza Reid forsetafrú kom Íslandsdeild samtakanna á laggirnar og var keppnin nú haldin í 

áttunda sinn hér á landi.


Við erum stolt af Hrafndísi Kötlu og Maríu Lilju og óskum þeim til hamingju með árangurinn. 
 

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica