Fréttir

Laust starf í FMOS - umsóknarfrestur til 20. janúar

27.12.2017 Fréttir

Stuðningsfulltrúi á sérnámsbraut

Laus er til umsóknar 50-60% staða stuðningsfulltrúa við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Starfið felst í stuðningi og aðstoð við nemendur á sérnámsbraut í samstarfi við kennara brautarinnar. 

Leitað er að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika og hefur áhuga á að vinna með ungu fólki.  Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi og hafi góða tölvufærni.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara í netfangið gudbjorg@fmos.is eða Guðrúnu Guðjónsdóttur aðstoðarskólameistara í netfangið gudrun@fmos.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Háholti 35, 270 Mosfellsbær. Vakin er athygli umsækjenda á að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 20. janúar 2018. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari í netfangi gudbjorg@fmos.is  og Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari í netfangi gudrun@fmos.is eða í síma 412-8500.

Á vef skólans www.fmos.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica