Fréttir

Handboltaakademía

Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ er boðið upp á handboltaakademíu. Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu.

19.6.2017 Fréttir

Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ er boðið upp á handboltaakademíu. Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu. Í


Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ er boðið upp á handboltaakademíu. Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu. 

Nemendur á handboltaakademíu geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (Opin stúdentsbraut, Félags-og hugvísindabraut og Náttúruvísindabraut ). Handboltaakademía er fyrir nemendur sem vilja stunda handknattleik með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Nemandi fær fjórar einingar á önn fyrir að stunda nám í handboltaakademíu. Þessar einingar nýtast beint til stúdentsprófs. 

Handboltaakademían stendur yfir í 3 ár, alls 24 einingar og nemandi útskrifast með stúdentspróf af bóknámssviði auk útskriftar úr handboltaakademíu. Fjórða árið er hugsað þannig að nemandi geti einbeitt sér að þeim bóklegu greinum sem hann á eftir til að klára stúdentsprófið.
• Að hafa stundað handknattleik í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi. 
• Að hafa staðist grunnskólapróf 
• Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona. 
• Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta. 
• Standast eðlilega námsframvindu. 
• Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 90% skólasókn í öllum námsgreinum.
Íþróttamiðstöðin að Varmá 
Elding líkamsrækt að Varmá
Handbolti: Einar Andri Einarsson – þjálfari mfl. Karla hjá Aftureldingu og yfirþjálfari.
Styrktarþjálfun: Rúna Björg
Verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 25.000 á önn.
Búnaður sem er innifalinn í iðgjaldi. Á hverju ári fá nemendur handbolta, nýtt æfingasett af sem samanstendur af tvöföldu setti af bolum, stuttbuxum og sokkum, ásamt veglegri peysu.

Kröfur til nemenda 

Frábær kennsluaðstaða: 

Þjálfarar: 

Efnisgjald: 

Búnaður: 


Til baka Senda grein






Útlit síðu:



Þetta vefsvæði byggir á Eplica