Fréttir

FMOS verður á framhaldskólakynningu í laugardagshöllinni

15.3.2017 Fréttir

Framhaldsskólakynning verður haldin dagana 16. – 18. mars í Laugardalshöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina sem um 150 keppendur munu taka þátt í.

Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið fyrir gesti sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16

Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16

Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14

Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica