Fréttir

Nemendur í dönsku heimsóttu Kaupmannahöfn

17.10.2018 Fréttir

Þann 10.-14. október fóru 10 nemendur í dönsku ásamt kennara sínum til Kaupmannahafnar. 

Þetta voru viðburðarríkir dagar þar sem byrjað var á því að fara í heimsókn á Handritasafn Árna Magnússonar eða "Den Arnemagnæanske Samling" við Háskólann í Kaupmannahöfn, þar tók á móti hópnum Gottskálk Jensson, lektor.  Heimili Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, Jónshús, var einnig heimsótt en þar bjó Jón ásamt konu sinni Ingibjörgu Einarsdóttur frá árinu 1852 og þar til hann lést árið 1879.

Menningarnótt Kaupmannahafnar 2018 fór fram þann 12. október og var m.a. farið á Ny Carlsberg Glyptotek, Nationalmuseet og aðra áhugaverða staði.  

Auðvitað var frjáls tími líka þar sem hópurinn naut góða veðursins á Strikinu, fór í Tívolí og nemendur buðu kennara óvænt á tónleika með Jóni Jónssyni og Frikka Dór.

Allt í allt var þetta mjög lærdómsrík og vel heppnuð ferð og skemmtu nemendur og kennari sér konunglega.

Kaupamannahofn1Kaupamannahofn2Kaupamannahofn3Kaupamannahofn4

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica