Fréttir

Náms- og starfsráðgjafar FMOS á alþjóðlegri ráðstefnu

9.10.2018 Fréttir

Vikuna 1.-5. október sl. fóru náms- og starfsráðgjafar FMOS á alþjóðlega ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð og kynntu sér nýjustu rannsóknir á sínu sviði. 

Ráðstefnan var skipulögð af alþjóðasamtökunum IAEVG og í þetta sinn einnig af Félagi náms- og starfsráðgjafa í Svíþjóð þar sem hún var haldin á þeirra heimaslóðum. IAEVG ráðstefnur eru haldnar árlega víða um heim og var þetta 42. ráðstefnan frá upphafi. Þarna voru saman komnir helstu fræðimenn í heiminum á sviði náms- og starfsráðgjafar en yfirskrift ráðstefnunnar var " Tími til breytinga" (A need for change). Náms- og starfsráðgjafar FMOS hlustuðu á ýmsa spennandi fyrirlestra varðandi ráðgjöf á 21. öldinni þar sem umfjöllun um tækni, samfélagsmiðla, fjarnám og nám erlendis var áberandi en einnig persónulegu þættirnir sem skipta svo miklu máli í nútímasamfélagi eins og þrautseigja, félagsleg færni og samvinna.  

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér: http://www.iaevgconference2018.se/

Aneedforchange

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica