Fréttir

Miðannarmatið er opið!

15.10.2018 Fréttir

Þriðjudaginn 16. október verður opnað fyrir miðannarmatið í Innu.

Á miðannarmati er staðan tekin í verkefnavinnu nemenda. Önnin er tæplega hálfnuð og um það bil 35-40% verkefna lokið. Nemendur fá einkunnir gefnar í bókstöfunum: G fyrir góða frammistöðu; M fyrir frammistöðu í meðallagi; R fyrir óásættanlega frammistöðu. Miðannarmatinu er ætlað að vekja nemendur til umhugsunar um raunverulega stöðu sína í náminu og gefa þeim tækifæri til að bæta sig.

Foreldrar nemenda yngri en 18 ára geta skoðað miðannarmatið með því að skrá sig inn í Innu með sínum Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica