Fréttir

Menntun til framtíðar

20.9.2019 Fréttir

Í dag, föstudaginn 20. september, fer fram ráðstefnan Menntun til framtíðar en þar verður fjallað um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum. Það er gaman að segja frá því að kennarar frá FMOS verða með þrjú erindi á ráðstefnunni.

Þær Björk Ingadóttir, Elín Eiríksdóttir, Helena María Smáradóttir og Hrafnhildur Þórhallsdóttir enskukennarar verða með erindið „Orðaforði í ensku“ en þær hafa undanfarin ár lagt áherslu á orðaforða frá Averil Coxhead sem er leiðandi orðaforðasérfræðingur.

Arnar Elísson, heimspekikennari, verður með erindið „Kvikmyndafræði og kennsla með kvikmyndum“ en þar mun hann hefur frá árinu 2011 lagt stund á þróunarvinnu í kvikmyndafræðum og kennslu með kvikmyndum þannig að í dag geta nemendur FMOS tekið marga áfanga sem notast aðallega við kvikmyndir í kennslu.

Að lokum munu Björk Ingadóttir, enskukennari, Tinna Sigurjónsdóttir, stærðfræðikennari og Vibeke Svala Kristinsdóttir, sálfræðikennari, vera með erindið „Framhaldsskólabrú“. Á vorönn 2018 hóf hópur kennara við skólann vinnu við að þróa úrræði fyrir nýnema sem hafa ekki staðist námsmarkið grunnskólans. Afrakstur vinnunnar varð námsbrautin Framhaldsskólabrú. 

Menntuntilframtidar

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica