Fréttir

Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn í FMOS

11.5.2020 Fréttir

Mánudaginn 11. maí kom Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í heimsókn í FMOS. Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari FMOS, tók á móti Lilju sem kom ásamt þeim Björgu Pétursdóttur skrifstofustjóra ráðuneytisins og Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur upplýsingafulltrúa.

 Lilja1Lilja2

Lilja og föruneyti hennar sat fund með stjórnendum skólans og formanni og gjaldkera nemendafélags FMOS þeim Evu Dögg Árnadóttur og Rögnu Katrínu Björgvinsdóttur. Skólameistari sagði m.a. frá því hvernig fjarkennslan hefur gengið undanfarnar vikur í samkomubanninu og hvernig fyrirhugað er að ljúka önninni. Fjarkennslan hefur gengið vonum framar enda starfshópurinn samstíga í að gera þetta vel og sinna nemendum eins vel og kostur er. Nemendur láta nokkuð vel af sér en í samtölum við þá hefur vissulega komið fram að margir eru kvíðnir yfir ástandinu og áhrif þess á námið. Stefnt er á að útskrift verði samkvæmt áætlun miðvikudaginn 27. maí nk. í beinni útsendingu á netinu þar sem ekki verður hægt að bjóða gestum að vera við athöfnina. Heimsóknin endaði svo með skoðunarferð um skólann.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica