Fréttir

Málstofa um Framhaldsskólabrú FMOS á Menntakviku HÍ

22.10.2018 Fréttir

Tveir kennarar frá FMOS, Björk Ingadóttir og V. Svala Kristinsdóttir, kynntu nýjustu námsbraut FMOS, Framhaldsskólabrú, á Menntakviku þann 12. október síðastliðinn. 

"Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun" er ráðstefna sem haldin er árlega á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands og var málstofa þeirra Bjarkar og Svölu meðal dagskrárliða.   

Nokkuð vel var mætt í málstofuna og voru gestir áhugasamir um þróun brautarinnar og hvernig gengið hefur framan af. Þær stöllur sögðu frá undirbúningsvinnunni við brautina og hugmyndafræðinni sem unnið er samkvæmt. Kennsla hófst í haust á Framhaldsskólabrúnni, fjórir kennarar halda utan um kennsluna og eru þeir sammála um að kennsla á námsbrautinni fari vel af stað og að góður andi sé í nemendahópnum.

Bjork-og-Svala-Menntakvika

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica