Fréttir
Langar þig að hafa áhrif á skólastarfið í FMOS og fá einingu fyrir?
Við ætlum að safna saman hópi nemenda FMOS til þess að taka þátt í umræðuhópi um skólastarfið.
Fyrsti fundurinn verður í desember og 3-4 á vorönn. Nemendur sem taka þátt munu fá einingu fyrir það en slík eining lítur mjög vel út á skólaferlinum.
Látið Valgarð áfangastjóra (valgard@fmos.is) vita í síðasta lagi mánudaginn 30. nóv.