Fréttir

Kennsla á seinni hluta haustannar 2020

9.11.2020 Fréttir

Hertar sóttvarnareglur með tilheyrandi takmörkunum gilda til 17. nóvember nk. og þá eru bara fáar vikur eftir af önninni. Því hefur verið ákveðið að halda sama skipulagi út önnina eins og verið hefur þ.e. allt bóklegt nám í fjarkennslu. Til þess að halda stöðugleika í námi og kennslu, bæði hjá nemendum og kennurum, teljum við þetta vera skástu leiðina í erfiðum aðstæðum.

Af gefnu tilefni viljum við benda á að það er kennt skv. stundatöflu og nemendur eiga að mæta í tíma skv. henni nema annað hafi verið tekið fram af kennara áfangans. Öll verkefni sem nemendur vinna á önninni, lítil og stór, ákvarða lokanámsmat í hverjum áfanga. Ef verkefnavinnu og -skilum er ekki sinnt vel þá hefur kennarinn ekkert í höndum til að meta í lok annar.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica