Fréttir

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn!

3.4.2020 Fréttir

Nú höfum við kennt með fjarkennsluformi í þrjár vikur og erum á leiðinni í páskafrí. Fjarkennslan hefur gengið vel og kominn ágætistaktur í þetta nýja kennsluform. Nú er orðið ljóst að við höldum áfram með fjarkennsluna eftir páska því að reglur um samkomubann og þar með lokun framhaldsskóla framlengjast til 4. maí. Þegar fer að líða á apríl fáum við upplýsingar um framhaldið.

Þið hafið staðið ykkur vel og sýnt að þið getið stundað námið í gegnum fjarkennslu og við viljum biðja ykkur að hvíla ykkur vel í páskafríinu og koma af krafti eftir páska. Við byrjum á vinnudegi kennara miðvikudaginn 15. apríl og fjarkennslan byrjar fimmtudaginn 16. apríl, og þá haldið þið áfram að stunda námið eins og áður.

Við erum staðráðin í að ljúka þessari önn á tilsettum tíma og útskrifa nemendur eins og til stendur 27. maí, en til þess að það gangi vel þurfum við öll að standa saman, þið þurfið að setja námið í forgang og sýna hvað þið getið á þessum erfiðu tímum og kennarar, ráðgjafar og stjórnendur að halda áfram að vera í góðu sambandi við ykkur og muna að stöðug gagnkvæm samskipti er lykilatriði í vel heppnuðu fjarnámi.

Bestu kveðjur frá stjórnendum, kennurum og ráðgjöfum FMOS

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica