Fréttir

Jóga í FMOS

13.8.2019 Fréttir

Viltu vera með í jóga í haust og fá íþróttaeiningu fyrir? Nú geturðu skráð þig rafrænt í INNU í gegnum töflubreytingar, áfanginn heitir LÝÐH1JÓ01. Smelltu til að lesa meira.

Boðið verður upp á 2 hópa í jóga (LÝÐH1JÓ01) á haustönn 2019 ef næg þátttaka fæst. Áfanginn gefur 1 einingu og hægt er að taka hann samhliða eða í staðinn fyrir aðra íþróttaáfanga. Kennt verður í Keldu sem er í raunvísindaklasanum á 3. hæð. 

Í tímunum lærirðu fjölbreyttar jógastöður, gerir öndunaræfingar, slökun og hugleiðslu.

  • Hópur 1 á miðvikudögum kl. 13:45-15:35
  • Hópur 2 á föstudögum kl. 08:30-10:25

Ef þú vilt vera með skaltu fara í töflubreytingar í INNU og skrá þig í áfangann.

Ef þú vilt spyrja einhvers eða bara til að fá nánari upplýsingar hafðu þá samband við Ingu Þóru, jógakennara, með því að senda póst á ingathora@fmos.is

Stridsmadur-iv

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica