Fréttir

Innritun í FMOS fyrir vorönn 2019

14.11.2018 Fréttir

Ertu að hugsa um að fara í skóla eftir áramótin? Veistu að innritun fyrir vorönn fer fram í nóvember?

FMOS er þessa dagana að taka á móti umsóknum þeirra sem vilja hefja nám á vorönn 2019. Innritun verður í gangi út nóvember og mikilvægt að sækja um áður en sá frestur rennur út. Tekið er við umsóknum á vef menntamálastofnunar og ef þú ert ekki alveg viss þá eru náms- og starfsráðgjafar skólans tilbúnir til að aðstoða þig. Netföngin þeirra eru: ingathora@fmos.is og svanhildur@fmos.is eða hringdu í síma 412-8500 og pantaðu tíma.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica