Fréttir

Innritun fyrir haustönn 2020 lokið

23.6.2020 Fréttir

Nú er innritun fyrir haustönn 2020 lokið. Allir nýir nemendur sem fengu inngöngu í skólann hafa fengið tölvupóst frá skólameistara því til staðfestingar. 

Greiðsluseðlar vegna skólagjalda hafa verið sendir í netbanka. Greiðsluseðlar fara í netbanka forráðamanna þeirra nemenda sem eru yngri en 18 ára. Athugið að greiðsluseðlarnir eru sendir í netbanka þess sem elstur er á heimilinu (á sama fjölskyldunúmeri).

Skólagjöld fyrir haustönn 2020 eru samtals kr. 18.500 og skiptast í innritunargjald, tölvu- og pappírsgjald, námsferðagjald og nemendafélagsgjald.

Nemendur á hestakjörsviði greiða þar að auki sérstakt gjald vegna verklegrar kennslu, kr. 60.000 á önn. Ástæðan fyrir því er að verkleg kennsla á hestakjörsviði er töluvert dýrari en önnur verkleg kennsla (6 nemendur í hóp). Einnig er nauðsynlegt að nemendur á hestakjörsviði hafi hest til umráða. Verklega kennslan fer fram í reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hestar nemenda þurfa að vera í Mosfellsbæ á kennslutíma. Nemendur þurfa að greiða þann kostnað sem af því hlýst, þ.e. leigu á hesthúsi og fóður fyrir hestinn. Skipulag kennslunnar er þannig að nemendur þurfa að vera í sama hesthúsi með hestana sína á fyrstu önn. Nánari upplýsingar um hesthús fyrir nemendur brautarinnar verða veittar á kynningarfundi um hestakjörsviðið í upphafi haustannar.

Gjalddagi er 1. júlí 2020 og eindagi 15. júlí 2020. Með greiðslu skólagjalda staðfestir þú skólavist þína.

Kynningarfundur fyrir nýja nemendur (nemendur úr 10. bekk ) verður haldinn þriðjudaginn 18. ágúst kl. 10:00-12:00. Fyrsti kennsludagur á haustönn 2020 er miðvikudagurinn 19. ágúst og hefst á skólasetningu kl. 8:30.

Nemendur þurfa að nota annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil til að komast inn í nemendakerfið Innu. Fyrir Íslykil má finna leiðbeiningar á „mínar síður“ á www.island.is og rafræn skilríki má nálgast í viðskiptabanka viðkomandi. Nauðsynlegt er að nemendur séu búnir að útvega sér Íslykil EÐA rafræn skilríki áður en skólinn hefst. 


Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica