Fréttir

Hertar sóttvarnareglur

5.10.2020 Fréttir

Við viljum vekja athygli á að þrátt fyrir að lítil staðkennsla sé í gangi hjá okkur núna vegna hertra sóttvarnareglna eru umsjónarkennarar, kennarar, náms- og starfsráðgjafi og stjórnendur til staðar fyrir nemendur. Hægt er að óska eftir viðtalstíma með því að senda tölvupóst eða hringja á skrifstofu skólans, sími 412-8500. 

Netföng starfsfólks má finna á vef skólans.

Við hvetjum alla nemendur til að halda áfram að stunda námið vel! Minnum á grein frá sálfræðingi skólans þar sem finna má góð ráð sem geta stuðlað að betri andlegri líðan á þessum skrýtnu tímum.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica