Fréttir

GLEÐILEG OG HEILSUSAMLEG JÓL!

Lokaverkefni NÆÞJ2LN05. Höf. Sigurbjörg Sara

9.12.2020 Fréttir

Þó svo að jólahátíðin sé að ganga í garð er mikilvægt að gleyma ekki að huga að andlegu, líkamlegu og félagslegu hliðinni um hátíðarnar.

Aðventan og jólaundirbúningurinn býður upp á endalaust margar freistingar sem erfitt er að standast. Það þarf þó ekki að þýða að það sé ekki hægt að halda rútínunni sinni og finna sér aðeins heilsusamlegri aðferðir til að njóta um hátíðarnar og líða betur líkamlega og andlega fyrir vikið.

Munum að þó svo að hátíðarnar verði með breyttu sniði í ár er mikilvægt að halda í sínar eigin hefðir með fjölskyldu sinni og njóta rafrænna samverustunda með þeim sem maður getur ekki notið með vegna ástandsins. Finnum það góða og jákvæða í hlutunum og sköpum öðruvísi minningar sem annars hefði ekki orðið tilefni til.

Nokkur góð og heilsusamleg ráð:

 • Reynum að njóta í núinu og miða okkur ekki við aðra.
 • Prufum okkur áfram í hollari uppskriftum af jólabakstri.
 • Það þýðir ekki að matur geti ekki verið eins góður þó svo að hann innihaldi ekki allt það óholla.
 • Borðum næringaríkan morgunmat og millimál þó svo að það séu jól, það heldur okkur í betra jafnvægi yfir daginn (hafragrautur, egg, skyr, boozt)
 • Umgöngumst fólk sem hefur jákvæð áhrif á okkur og dregur ekki orku frá okkur og heyrum reglulega í fólkinu okkar sem okkur þykir vænt um.
 • Tökum 30-60 mín í heimaæfingar, göngutúra eða aðra hreyfingu daglega.
 • Samverustundir með okkar nánasta fólki (t.d spila, kahoot spurningakeppni, bingó)
 • Minnkum skjánotkun og eyðum tímanum í eitthvað uppbyggilegra (lesa, hlusta á hljóðbækur eða podcöst)
 • Förum með börnin í ratleik um Reykjalundarskóg, sleða, skógarferðir, vasaljósagöngu og sköpum skemmtilegar minningar.
 • Sýnum kærleik og gleymum ekki að bera ábyrgð á eigin heilsu.
 • Verslum inn hóflegt magn af matvælum og þannig minnkum við líkurnar á matarsóun & stærri skammtastærðum.
 • Það mikilvægasta er að njóta og huga vel að sér og eiga gleðileg jól með sínu nánasta fólki.
 • Njótum hátíðarnar án þess að sprengja okkur í matargleðinni.

Jolagrein2020_mynd1

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica