Fréttir

Fyrsti borðtennismeistari FMOS krýndur í Mars

21.2.2019 Fréttir

34 keppendur skráðu sig til leiks í fyrsta borðtennismóti FMOS. Keppendur eru bæði úr hópi nemenda og starfsfólks. Spilað eru með útsláttarmóti og sjá keppendur sjálfir um að finna tíma fyrir einvígið og skrá úrslitin á töfluna. Fyrsti mótsleikurinn og þar með fyrsta "opinbera borðtenniseinvígið" var leikur milli Guðrúnar aðstoðarskólameistara og Kollu félagsfræðikennara. Guðrún hafði betur og var því fyrsti keppandinn til að komast áfram.
Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica