Fréttir

FMOS femínistar á málþingi um jafnréttismál

Dagana 20.-21. sep. 2018

26.9.2018 Fréttir

Femínistafélag FMOS (Femmos) var beðið um að halda erindi á málþingi sveitarfélaga um jafnréttismál, sem og á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar. 

Erindið á málþinginu fjallaði um #metoo innan FMOS og á Jafnréttisdeginum héldu Femmos, ásamt femínistafélögum úr Versló og MH, erindi um jafnrétti í framhaldsskólum. Fulltrúar FMOS voru skólanum til mikils sóma og höfðu fundargestir orð á því að það sé ástæðulaust að kvíða framtíð femínismans ef fulltrúar frá FMOS verða í brúnni.

Femmos

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica