Fréttir

FMOS auglýsir eftir deildarstjóra sérnámsbrautar

28.5.2020 Fréttir

FMOS auglýsir eftir deildarstjóra sérnámsbrautar skólans. Á sérnámsbraut eru 18 fatlaðir nemendur og helstu þættir í starfi deildarstjóra eru m.a.:

  • Að stýra fundum með kennurum sérnámsbrautar.
  • Að sjá um kennsluskiptingu innan brautarinnar, taka þátt í stundatöflugerð í samráði við töflugerðarmenn, áfangastjóra og aðstoðarskólameistara.
  • Hafa umsjón með inntöku og útskrift nemenda í samvinnu við stjórnendur og vera í sambandi við grunnskóla umsækjenda.
  • Taka inntökuviðtöl við nýnema og foreldra/forráðamenn ásamt umsjónarkennara.
  • Skipuleggja umsjón fyrir nemendur, vera tengiliður brautar við ýmsa aðila og sjá um upplýsingastreymi, m.a. til skólastjórnenda, foreldra/forráðamanna og starfsmanna.
  • Halda utan um greiningargögn og skila skýrslu til menntamálaráðuneytis.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari og umsóknir skulu sendar til hennar, gudbjorg@fmos.is fyrir 4. júní 2020.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica