Fréttir

Fjarkennslan heldur áfram út önnina, til 15. maí

24.4.2020 Fréttir

Nú hefur verið tilkynnt að reglur um samkomubann breytast 4. maí. Þá verður hægt að opna skólann aftur og reglur verða rýmkaðar þannig að 50 mega vera í hverju rými, en með því að halda 2 metra fjarlægð milli einstaklinga. Við ætlum samt ekki að breyta fyrirkomulagi kennslunnar og munum halda áfram að kenna í fjarkennslu samkvæmt óbreyttri stundatöflu til loka annarinnar, 15. maí.

Það sem breytist er að kennarar verða í skólanum og nemendur geta haft samband við þá og pantað sér tíma til að koma og hitta þá, t.d. til að fá hjálp við verkefni eða þess háttar.

Auk þess verður kennsla í skólanum í listgreinum (Jóhanna og Helga) og í hestagreinum í reiðhöll Harðar (Hrafnhildur Helga og Ragnheiður). Nemendur í þessum áföngum fá nánari upplýsingar frá kennurum sínum.

Við brýnum fyrir nemendum að fara eftir öllum sóttvarnarreglum varðandi hreinlæti, sérstaklega handþvott og sprittun og að halda 2 metra regluna ef þeir koma í skólann.


Með bestu kveðju,

Stjórnendur, kennarar og ráðgjafar 

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica