Búið að opna valið í Innu
Búið er að opna valið fyrir vorönn 2021 í Innu. Valtímabilið stendur yfir vikuna 28. október - 4. nóvember 2020. ALLIR nemendur sem ætla að vera í skólanum á næstu önn þurfa að velja áfanga því valið jafngildir umsókn um skólavist á vorönn 2021.
Upplýsingar um þá áfanga sem eru í boði ásamt leiðbeiningum um hvernig á að velja í INNU má finna undir áfangar í boði.
Ef þig vantar aðstoð við valið þá eru umsjónarkennarar, náms- og starfsráðgjafi og áfangastjóri reiðubúnir að aðstoða þig.
Valtorg verður á Teams í verkefnatíma miðvikudaginn 28. október og fimmtudaginn 29. október verður fundur fyrir alla nemendur sem vilja spyrja kennarana að einhverju varðandi valið og áfangana. Nemendur fengu póst um þetta með slóðum á fundina.
Valtímabilinu lýkur miðvikudaginn 4. nóvember og þá eiga allir nemendur sem hafa hug á að vera á næstu önn að vera búnir að velja.
Athugið að valið er umsókn um skólavist á vorönn 2021. Ekkert val = engin skólavist á vorönn 2021!