Fréttir

Breytingar á skólastarfi

25.9.2020 Fréttir

Í ljósi þess að smit í samfélaginu eru enn þá mörg höfum við ákveðið að gera breytingar á skólastarfi frá og með mánudeginum 28. september. Þá verður allt bóknám fært aftur í fjarnám og stundatöflurnar sem tóku gildi í síðustu viku því ekki í gildi lengur.

Þeir nemendur sem eru í verklegum listgreinum og hestagreinum halda óbreyttu skipulagi í þeim greinum en eru að öðru leyti í fjarnámi. Nemendur eru hvattir til að vera í góðu sambandi við kennarana sína og fylgjast vel með í Innu þar sem allar tilkynningar birtast. 

Skipulagið verður endurskoðað vikulega og ef einhverjar breytingar verða þá verða nemendur og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára upplýstirum það jafn óðum. 

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica