Fréttir

Breyting á inntökuskilyrðum á námsbrautir

18.4.2018 Fréttir

Vekjum athygli á að inntökuskilyrði á námsbrautir hafa breyst:

Stúdentsbrautir

Til þess að hefja nám á stúdentsbrautum þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði.
Umsækjandi með C eða C+ getur þó innritast á brautirnar en tekur sérstaka undirbúningsáfanga í þeim námsgreinum sem eru undir B í einkunn.

Framhaldsskólabraut I

Umsækjandi sem lokið hefur grunnskóla með einkunnina D í einni af kjarnagreinunum ensku, íslensku eða stærðfræði getur innritast á framhaldsskólabraut I.

Framhaldsskólabrú

Umsækjandi sem lokið hefur grunnskóla með einkunnina D í tveimur eða þremur af kjarnagreinunum ensku, íslensku eða stærðfræði eða stjörnumerktar einkunnir innritast á framhaldsskólabrú.

Sérnámsbraut

Sérnámsbraut (starfsbraut) er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla og hafa fengið fötlunargreiningu.

Sjá: 

http://www.fmos.is/namid/inntokuskilyrdi/

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica