Fréttir
Brautskráning stúdenta
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 18. desember s.l. kl.14 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Að þessu sinni voru átján nemendur brautskráðir. Fjórir af félags-
og hugvísindabraut og fjórtán af opinni stúdentsbraut þar af 1 af hestakjörsviði
og einn af íþróttakjörsviði – handboltaakademíu.
Verðlaun frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Ásta Björk Friðjónsdóttir en hún fékk einnig verðlun fyrir besta árangur í ensku, dönsku, spænsku, stærðfræði og umhverfisfræði.