Fréttir

Brautskráning stúdenta

20.12.2018 Fréttir

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 20. desember s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.

Að þessu sinni voru alls tuttugu og sex nemendur brautskráðir frá FMOS. Einn útskrifaðist af sérnámsbraut, tveir af náttúrufræðibraut, sextán af opinni stúdentsbraut og sjö af félags- og hugvísindabraut.

Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:

Elmar Skúli Vígmundsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í kvikmyndafræði og spænsku og Erna Jökulsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku, líffræði og stærðfræði. Fyrir góðan námsárangur í umhverfisfræði fékk Jason Daði viðurkenningu og Úlfar Darri Lúthersson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í heimspeki. Fyrir góðan námsárangur í lýðheilsugreinum fékk Gunnar Ingi Garðarsson viðurkenningu og Ögmundur Ísak Ögmundsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sögu. Viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Úlfar Darri Lúthersson.

UtskriftH18_1UtskriftH18_2

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica