Brautskráning 27. maí 2020
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 27. maí s.l. kl.14 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Þar sem engir gestir voru við athöfnina að þessu sinni var henni streymt á Facebook síðu skólans svo aðstandendur og aðrir áhugasamir gátu fylgst með að heiman. Dagskráin var að öðru leyti með hefðbundnu sniði.
Að þessu sinni voru 28 nemendur brautskráðir. Sex nemendur
voru brautskráðir af sérnámsbraut, þrír af félags- og hugvísindabraut, þrettán
af opinni stúdentsbraut og sex af náttúruvísindabraut.
Verðlaun frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Þórunn María Kolka en hún fékk einnig verðlaun fyrir besta árangur í félags- og hugvísindagreinum, kvikmyndafræði, listgreinum og spænsku. Verðlaun fyrir góðan árangur í eðlisfræði fékk María Guðmundsdóttir en hún fékk einnig verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði. Tómas Leó Hilmarsson fékk verðlaun fyrir góðan árangur í umhverfisfræði, raungreinum, kvikmyndafræði og heimspeki.