Fréttir

Alexandra komst í úrslit í ræðukeppni ESU

Annað árið í röð sem FMOS nær nemendum í úrslit í þessari virtu ræðukeppni

16.2.2019 Fréttir

Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir nemandi í FMOS komst í úrslit í ræðukeppni English Speaking Union sem haldin var í HR í dag. Umræðuefnið í ár var "Nature is the common language" og mun sigurvegari dagsins keppa fyrir Íslands hönd í London í maí. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem skólinn sendir nemenur í þessa keppni, en í fyrra komust tveir nemendur frá okkur í úrslit og Hrafdís Katla Elíasdóttir hafnaði í þriðja sæti. Við óskum Alexöndru til hamingju með árangurinn.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica