Sálfræðiþjónusta FMOS - lokað til og með 16. október

Sálfræðingur skólans er Júlíana Garðarsdóttir og er skrifstofa hennar á 1. hæð skólans hjá náms- og starfsráðgjöfinni. Júlíana er í fæðingarorlofi og verður sálfræðiþjónusta FMOS því lokuð til og með 16. október nk. Eftir það verður þjónustan opin með sama sniði og áður. 

Frá og með 19. október verður sálfræðiþjónusta FMOS opin á þriðjudögum (11:00-17:00), fimmtudögum og föstudögum (09:00-17:00). Hægt er að bóka tíma með því að mæta á skrifstofu sálfræðiþjónustunnar eða með því að senda tölvupóst á juliana@fmos.is.


Einnig er hægt að mæta án þess að eiga bókað viðtal í opna tíma sálfræðiþjónustunnar.

Opnir tímar sálfræðiþjónustu FMOS:

þriðjudagar fimmtudagar föstudagar 
 11:00-12:00 09:00-10:00 09:00-10:00


Sálfræðiþjónustan vinnur í samstarfi með námsráðgjöfum og öðru starfsfólki skólans eftir því sem við á og er opin öllum nemendum skólans. Hlutverk hennar er að veita nemendum stuðning, fræðslu, ráðgjöf og tilvísanir í frekari úrræði eftir því sem við á.


Allir velkomnir. 

 

WhydidwaldogototherapyÚtlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica