Lán á fartölvum til nemenda

Samningur um lán á fartölvum.

Þeir nemendur sem ekki eiga fartölvur til að nota í skólanum hafa möguleika á að fá lánaðar tölvur skólans. Skilyrði er að nemandi (og forráðamaður ef nemandi er yngri en 18 ára) skrifi undir samning um að fara í einu og öllu eftir reglum um lán á fartölvum skólans. Skólinn á þó mjög fáar tölvur og því eru nemendur hvattir til að koma sjálfir með fartölvur, þar sem kennslan í FMOS byggist töluvert mikið á tölvunotkun.


Prentvæna útgáfu má nálgast hér.

Samningur þessi  er um lán á fartölvum í eigu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í kennslustundum í húsnæði skólans.  Einungis er heimilt að lána þeim nemendum fartölvu sem hafa skrifað undir og skilað samningi þessum til skrifstofu.

Ef nemandi er undir 18 ára þarf foreldri/forráðamaður að undirrita samninginn ásamt nemanda.

_______________________________ kt. _________________ samþykkir að fara í einu og öllu eftir eftirfarandi reglum um fartölvur í eigu skólans:

  • Fartölvur eru eign skólans og þær á aðeins að nota í viðfangsefni sem tengjast skólastarfinu.
  • Fartölvur eru lánaðar í eina kennslustund í senn, samkvæmt ákvörðun kennara og ber því að skila þeim í lok hverrar kennslustundar.  Eina undantekningin er ef nemandi ætlar  að nýta fartölvuna í verkefnatíma.
  • Fartölvur skólans eru ekki lánaðar í matarhléi.
  • Nemandi skal skrá fartölvu á sitt nafn á þartilgerðum eyðublöðum um fartölvuútlán og skrá hana út þegar henni er skilað.
  • Nemandi má undir engum kringumstæðum skilja fartölvu skólans eftirlitslausa og ber skilyrðislausa ábyrgð ef fartölva í hans umsjón er skemmd eða henni stolið. Ef nemandi fær að auki hleðslutæki lánað gilda sömu reglur um það.
  • Nemanda er óheimilt að setja upp hugbúnað á tölvur skólans eða á einhvern hátt breyta uppsetningu tölvubúnaðar.
  • Nemendum er bannað að senda óviðeigandi efni með tölvum skólans hvort heldur er í tölvupósti, á vefsíður eða með öðrum verkfærum. Hér er átt við fjölsendingar (keðjubréf, ruslpóst), ósiðlegt efni, og annað sem getur verið særandi eða meiðandi.
  • Nemendum er óheimilt að fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða að afrita nokkur gögn sem eru á tölvuneti skólans nema eigin gögn.
  • Óheimilt er að vera með matvæli í nálægð við tölvubúnað skólans.

Ef reglur þessar eru brotnar er skólanum heimilt að stöðva fartölvulán til viðkomandi um óákveðinn tíma.

                      

_______________________                   __________________________________

Fyrir hönd FMOS                                        Nemandi

 

                                                                         _______________________________

                                                                         Forráðamaður ef nemandi er yngri en 18 ára
Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica