Starfslýsingar

Síðast breytt: 30.september 2019

Yfirstjórn skólans

Skólameistari hefur umsjón með daglegri stjórnun í skólanum, ásamt aðstoðarskólameistara og áfangastjóra. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri vinna saman að öllum helstu þáttum í starfsemi skólans og skipta með sér ábyrgð á ýmsum þáttum. Skiptingin er í grófum dráttum þannig að skólameistari hefur starfsmannamál og innra starf á sinni könnu og aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sjá um námsferla nemenda og umsjón með útskriftarnemum. Einnig hafa þeir yfirumsjón með innritun og mati á námi úr öðrum skólum í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa.  

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Kennslusvið

Innan kennslusviðs vinna kennarar á stúdentsbrautum, framhaldsskólabrú og sérnámsbraut.  Stuðningsfulltrúar vinna með nemendum á sérnámsbraut undir stjórn deildarstjóra sérnámsbrautar og í samstarfi við sérnámskennara.  Innan raða kennara eru starfandi fagstjórar sem gæta að samræmi innan námsgreina, skipuleggja og boða fundi og halda utan um val í samráði við áfangastjóra.      

Kennarar

Kennarar á sérnámsbraut

Stuðningsfulltrúar

Umsjónarkennarar

Deildarstjóri á sérnámsbraut

Fagstjórar 

Þjónustusvið

Á þjónustusviði er að finna starfsfólk skrifstofu skólans, náms- og starfsráðgjafa, sálfræðing og starfsfólk mötuneytis. Auk þess eru forvarnarfulltrúi og tengiliður við nemendafélag en það eru störf sem kennarar taka að sér til viðbótar við kennsluna. Á skrifstofu starfa fjármála- og skrifstofustjóri, umsjónarmaður fasteigna, kerfisstjóri og skólaritari. Í mötuneyti starfa matreiðslumaður, sem hefur yfirumsjón með mötuneyti, og aðstoðarmaður hans. 


Náms- og starfsráðgjafi

Sálfræðingur

Skólaritari

Fjármála- og skrifstofustjóri

Umsjónarmaður fasteigna

Kerfisstjóri

Matreiðslumaður

Aðstoðarmaður í mötuneyti

Forvarnarfulltrúi

Tengiliður við nemendafélag


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica