Fundargerð 19. september 2017

Dags:                                    18.09.2017

Fundarstaður:                   FMOS

Mættir:                                Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Inga Þóra Ingadóttir, Sigríður Johnsen.

 

 

Dagskrá:

  1. Kosning formanns
  2. Innritun á haustönn
  3. Nýir starfsmenn
  4. Fjármál
  5. Önnur mál

 

 

1. Kosning formanns

Fyrsta dagskrárlið var frestað þar sem ekki hefur verið skipað í nýja skólanefnd.

 

 

2. Innritun á haustönn

Guðbjörg fer yfir tölur um innritun, skiptingu nemenda á brautir o.fl. Nemendur sem voru að koma úr 10. bekk eru 60, heldur færri en í fyrra en 2001 árangur er fámennari en sá síðasti.  Unnið er að því að endurskipuleggja brautir skólans þar sem ekki er raunhæft að vinna áfram eins og við séum alveg að verða 500.  Eva bendir á að umræðan í bænum sé þannig að leggja eigi niður hestabrautina og íþrótta- og lýðheilsubrautina. Mikilvægt að tala opinskátt um stöðuna eins og hún er.

 

 

3. Nýir starfsmenn

Ráðið var í afleysingu á skrifsfofu fyrir hádegi vegna veikindaleyfis. Guðrún Elísa Sævarsdóttir var ráðin í starfið. Björn Bjarnarson var ráðinn í starf stuðningsfulltrúa á sérnámsbraut. Sigríður spyr um áhrif uppsagna starfsfólks í vor. Hafði mikil áhrif í lok síðustu annar en virðist vera að jafna sig núna.

 

 

4. Fjármál

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum umfram vísitölu og síðan fékk Guðbjörg þær fréttir að húsnæðið myndi hækka um 12%. Það lítur út fyrir að hallinn muni lækka töluvert, það verður hagnaður innan ársins en hallinn minnkar ekki jafn mikið og ætlast var til.  Vorönnin verður væntanlega erfið þar sem nemendur verða færri eins venjan er en stjórnendur hafa ákveðið að fara ekki í fleiri uppsagnir og fela kennurum sem ekki ná að uppfylla kennsluskyldu önnur verkefni. Bryndís spyr um starfs- og fjármálaáætlun og Guðbjörg svarar því að vinnan fari í gang í október.

 

5. Önnur mál

a) Guðbjörg segir frá fyrirhuguðum breytingum á námsframboði FMOS og kynnir hugmyndir sem eru í vinnslu. Einnig er sagt frá nýjum áfanga sem fékkst styrkur til að prófa, áfangi sem er fyrir þá nemendur sem eru með slakasta undirbúninginn úr grunnskóla. Almenn ánægja með áfangann og hann lofar góðu.

 

 

Fundi slitið kl. 18:35

 

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica